Landsmót á hverju ári?

08. júlí 2010
Fréttir
Jónas Vigfússon
Ástæða þess að ég sting niður penna er frétt sem birtist á vef Eiðfaxa 7. júlí 2010 þess efnis að FEIF lýsir áhyggjum sínum vegna áhrifa fyrirhugaðs Landsmóts árið 2011 á HM 2011. Í fréttinni kemur fram sú skoðun að mikilvægast sé að horfa fram í tímann og ákvörðun tekin með langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ástæða þess að ég sting niður penna er frétt sem birtist á vef Eiðfaxa 7. júlí 2010 þess efnis að FEIF lýsir áhyggjum sínum vegna áhrifa fyrirhugaðs Landsmóts árið 2011 á HM 2011. Í fréttinni kemur fram sú skoðun að mikilvægast sé að horfa fram í tímann og ákvörðun tekin með langtímahagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Ég tek undir þetta sjónarmið og vil nota tækifærið og lýsa þeirri skoðun minni að úr því að landsmóti 2010 var frestað þá eigi að taka stærra skref í þróun mótanna og nú sé kominn tími til að halda landsmót á hverju ári, en ekki með óbreyttu formi.
Tillaga mín og fleiri er sú að halda eigi annars vegar unglingalandsmót þar sem börn, unglingar og ungmenni tækju þátt í sínum keppnisgreinum og hins vegar fullorðinslandsmót þar sem fullorðnir tækju þátt í gæðingakeppni.
Kynbótahross og kappreiðar yrðu síðan sýnd á hverju ári og jafnvel töltkeppni. Með þessu næðist að gera mótin viðráðanlegri í stærð. Hægt yrði að sjá bestu kynbótahrossin sem koma fram á hverju ári á einum stað og það myndi flýta fyrir framþróun í ræktun því hrossin yrðu sýnd þegar þeim hentar.
Til þess að trufla heimsmeistaramótin sem minnst yrði þá unglingalandsmótin á sama ári og heimsmeistaramótin, sem myndi þýða að árið 2011 yrði unglingalandsmót á Vindheimamelum, 2012 fullorðinslandsmót í Reykjavík, 2013 gæti þá verið unglingalandsmót á Melgerðismelum og 2014 fullorðinslandsmót á Gaddstaðaflötum o.s.frv. Fleiri staðir hefðu þá e.t.v. tök á að halda landsmót í framtíðinni og við héldum áfram að byggja viðunandi sýningaraðstöðu fyrir íslenska hestinn sem víðast og kynna landið og hestinn okkar.

Með kveðju
Jónas Vigfússon
Litla-Dal, Eyjafirði