Landsliðsnefnd þakkar fyrir allan stuðninginn.

07. apríl 2015

 

Landsliðsnefnd LH vill senda öllum sem lögðu hönd á plóginn við undirbúning og framkvæmd á heimsviðburðinum “Þeim allra sterkustu“  sem fór fram í Sprettshöllinni þann 4.apríl kærar þakklætiskveðjur.

Við viljum þakka áhorfendum fyrir að mæta og eiga frábæra stund með okkur saman – margir höfðu á orði að stemningin hefði verið eins og á gömlu reiðhallarsýningunum.

Allir dómarar, þulir og stafsmenn gáfu vinnuna sína sem er ómetanlegur styrkur.

Stóðhestaeigendur styrktu okkur með folatollum, sem nutu gífurlegra vinsælda í stóðhestaveltunni og öllum fannst spennandi að skoða í umslagið sitt.   Vonandi verða margar framtíðarstjörnur til úr þessari veltu  sem gleðja okkur á Allra sterkustu og á öðrum vettvangi í framtíðinni.

Styrktaraðilum landsliðsins sendum við þúsund þakkir, án þeirra væri lítið hægt að gera.

Happdrættið tókst mjög vel og fóru 5 hamingjusamir einstaklingar heim með glæsilega vinninga.  Folatolla, hnakk og ferðavinning.

Með byr í seglin eftir frábæran viðburð horfum við bjart til heimsmeistarmótsins í Herning á komandi sumri og vonum að landsliðinu okkar gangi sem allra best.  – Áfram Ísland!!

Með bestu kveðjum og þakklæti – Landsliðsnefnd LH