Landsliðsmálin í brennidepli hjá Líflandi

24. október 2012
Fréttir
Landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Fundurinn verður haldinn í nýjum húsakynnum Líflands, Brúarvogi 1-3 3. hæð. miðvikudaginn 31. október kl. 18:00.

Landsliðsnefnd LH boðar til opins fundar um málefni íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Fundurinn verður haldinn í nýjum húsakynnum Líflands, Brúarvogi 1-3 3. hæð. miðvikudaginn 31. október kl. 18:00.

Á fundinum gefst öllum gott tækifæri til að kynna sér það starf sem er í gangi vegna þátttöku Íslands á heimsmeistaramótinu í Berlín 2013, hvernig skipað verður í landslið Íslands fyrir það mót og hverjar áherslur liðsstjóra liðsins eru.

Fundarefni:

  • Lykill kynntur ásamt úrtöku og hvernig fyrirkomulag verður á henni
  • Liðsstjóri kynnir sig og að hverju hann stefni og áherslur hans í vetur
  • Stjórnarmaður FEIF kynnir hvað sé helst á dagskrá hjá þeim
  • Farið yfir helstu verk nefndarinnar fram að móti
  • Umræður

Landsliðsnefnd LH

lifland kort