Landsliðinu boðið til móttöku í Ráðherrabústaðnum

02. september 2019
Fréttir

Í tilefni af glæsilegum árangri landsliðs Íslands í hestaíþróttum á heimsmeistaramótinu í Berlín bauð Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra til móttöku í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 30. ágúst. Þar áttu liðið og landsliðsteymið notalega kvöldstund með ráðherra og starfsmönnum ráðuneytisins.  

Stjórn LH, landsliðsnefnd og landsliðinu er mikill heiður af boði þessu og þakka hlýlegar móttökur.