Landsliðið kynnt

Landslið Íslands í hestaíþróttum verður kynnt miðvikudaginn 15. júlí kl. 16:00 í verslun Líflands, Lynghálsi 3.
Liðsstjórinn Páll Bragi Hólmarsson mun kynna fullskipað lið Íslands, en landsliðið hefur verið í mótun síðustu vikur.

Alls telur íslenska landsliðið í hestaíþróttum 21 knapa, þar á meðal eru þrír heimsmeistarar frá HM2013 í Berlín sem eiga keppnisrétt í ár.

Þeir íþróttaknapar sem skipa landsliðið eru sem hér segir.

Fullorðnir
Bergþór Eggertsson og Lotus fra Aldenghoor (Skeiðgreinar)
Eyjólfur Þorsteinsson og Oliver frá Kvistum (F1)
Guðmundur Björgvinsson og Hrímnir frá Ósi (VI og T1)
Jóhann Skúlason og Garpur fra Højgården (VI og T1)
Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla (F1 og T2)
Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Miðfossum (T1)
Sigurður Sigurðarson og Arna frá Skipaskaga (T1)
Styrmir Árnason og Neysla vom Schloßberg (Skeiðgreinar)
Teitur Árnason og Tumi frá Borgarhóli (Skeiðgreinar)

Ungmenni

Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Týr frá Skálatjörn (V1 og T2)
Gústaf Ásgeir Hinriksson og Geisli frá Svanavatni (F1)
Jóhanna Margrét Snorradóttir og Stimpill frá Vatni (V1 og T2)
Konráð Valur Sveinsson og Vera frá Þóroddstöðum (Skeiðgreinar)
Konráð Axel Gylfason og Von frá Sturlureykjum 2 (Skeiðgreinar)
Róbert Bergmann og Smiður frá Hólum (T1 og VI)

Við þennan lista munu bætast sex kynbótahross sem kynnt verða á miðvikudaginn.

Liðið mun síðan halda út til Herning í Danmörku þann 29. júlí og taka til við lokaundirbúning fyrir HM, sem stendur yfir dagana 3.-9. ágúst.

Samstarfsaðilar LH og aðrir gestir og velunnarar eru boðnir velkomnir í Lífland til að fagna glæsilegu landsliði Íslands.

Landsliðsnefnd LH