Landslið Íslands í hestaíþróttum þakkar stuðninginn

24. apríl 2019
Fréttir

Fjáröflunarviðburður landsliðs Íslands í hestaíþróttum, „Þeir allra sterkustu” var haldinn í TM-reiðhöllinni í Víðidal um páskahelgina. Sýningin heppnaðist vel í alla staði, var höllin full út úr dyrum og fjáröflunin sló öll met.

Landssamband hestamannafélaga og landsliðsnefnd LH vilja koma á framfæri innilegu þakklæti til allra sem að mótinu komu. Ber þar að nefna styrktaraðila, eigendur stóðhesta sem gáfu tolla í stóðhestaveltuna, landsliðsknapa og aðra knapa sem fram komu á sýningunni, dómara, þuli, kokkana sem sáu um lambaveisluna og aðra sem gáfu vinnu sína, alla sem gáfu vinninga í happdrættið og sérstakar þakkir fær Hestamannafélagið Fákur sem lánaði aðstöðu sína endurgjaldslaust.

Stuðningur ykkar gefur landsliðinu okkar veganesti fyrir heimsmeistaramótið í Berlín í sumar og er mikilvægur fyrir framtíðaruppbyggingu afreksmála LH í hestaíþróttum.