Landslið Íslands í hestaíþróttum fullskipað

25. júlí 2016
Fréttir

Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri hefur nú fullskipað í íslenska landsliðið í hestaíþróttum sem keppir á Norðurlandamóti íslenska hestsins í Noregi, dagana 8.-14.ágúst nk.

Að þessu sinni verður bæði íþróttakeppni og gæðingakeppni á Norðurlandamótinu og teflir Ísland fram sterku liði í báðum keppnunum. Keppt var í gæðingakeppni til reynslu í fyrsta sinn á Norðurlandamótinu í Danmörku 2014, en í ár eru gæðingaflokkarnir fullgildar keppnisgreinar á mótinu.

Smellið hér til að sjá yfirlit yfir landsliðið og keppnisgreinar

Keppnisgreinar
Íþróttakeppni:

  • F1: Fimmgangur
  • V1: Fjórgangur
  • T1: Tölt
  • T2: Slaktaumatölt
  • P1: 100m skeið
  • P2: 250m skeið
  • PP1: Gæðingaskeið

Gæðingakeppni:

  • GDA: A-flokkur
  • GDB: B-flokkur
  • GDY: Ungmennaflokkur
  • GDT: Unglingaflokkur

Norðurlandamótið fer fram í Biri í Noregi, norðan við Osló. Keppnin byrjar þriðjudaginn 9.ágúst á forkeppni í gæðingaflokkunum, en bráðabirgðadagskrá fyrir mótið er að finna á heimasíðu mótsins: http://nordisk2016.no/?p=504

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu mótsins: http://nordisk2016.no/