Landslið Íslands á NM2014

Hópurinn sem fer á NM2014
Hópurinn sem fer á NM2014

Í dag kynnti liðsstjóri íslenska landsliðsins, það lið sem heldur á Norðurlandamótið í Herning í byrjun ágúst. Páll Bragi Hólmarsson hefur haft það hlutverk að velja knapa í liðið og í dag var haldinn kynningarfundur á liðinu í húsakynnum ÍSÍ í Laugardalnum. 

Páll Bragi hafði sér til halds og trausts, landsliðsnefnd LH sem borið hefur hitann og þungann af fjáröflun síðustu misserin sem miðað hefur að því að koma glæsilegu liði á NM2014 frá Íslandi. Það kom því í hlut Pjeturs N. Pjeturssonar að bjóða fundarmenn velkomna, óska þeim til hamingju með sitt landsliðssæti og fara yfir nokkur praktísk atriði þess að vera hluti af íþróttalandsliði. 

Páll Bragi liðsstjóri leggur upp með að liðsheildin sé sterk, vinni saman að góðu gengi einstaklinga, hafi kurteisi og almenna jákvæði að vopni við verkefnið sem framundan er. 

Sigurbjörn Bárðarson meðlimur landsliðsnefndar opnaði reynslubanka sinn og fór yfir ýmis atriði varðandi þjálfun hesta á mótsstað, forðast bæri að byggja upp spennu hjá hestunum og knöpum, fara sér rólega fyrst um sinn og ná fram léttleika og gleði hjá hestunum sem eru margir á nýjum stað og í nýjum aðstæðum. Þarna talaði maður með áratuga reynslu af alþjóðlegum mótum og dýrmætt fyrir unga fólkið að fá að skyggnast inní hans reynslubanka. 

En í stuttu máli er liðið er þannig skipað:

Sport
1 Agnar Snorri Stefánsson Alur frá Lundum II
2 Arnar Bjarki Sigurðarson Arnar frá Blesastöðum 2A
3 Jóhann Rúnar Skúlason Snugg fra Grundet Hus
4 Reynir Örn Pálmason Tónn frá Melkoti
5 Kristján Magnússon Sölvi frá Ingólfshvoli
6 Snorri Dal Vignir frá Selfossi
7 Guðlaug Marín Guðnadóttir Toppur frá Skarði
8 Daníel Ingi Smárason Blængur frá Árbæjarhjáleigu
9 Eyjólfur Þorsteinsson Kraftur frá Efri-Þverá
10 Styrmir Árnason Skuggi frá Hofi I
11 Guðmundur Fr. Björgvinsson Herkules fra Pegasus
12 Bergþór Eggertsson Lotus fra Aldenghoor
13 Nína María Hauksdóttir Stimpill frá Varmadal
14 Fríða Hansen Hamar frá Litla-Hamri
15 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Seifur frá Kvistum
16 Svandís Lilja Stefánsdóttir Lilja från Lindvallen
17 Brynja Kristinsdóttir Tryggvi Geir frá Steinnesi
18 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Óskar frá Akureyri
19 Ellen Ýr Gunnlaugsdóttir Þeyr fra Guldbæk
20 Þórdís Inga Pálsdóttir Meyvant frá Feti

Varahestar og knapar
1 Agnar Snorri Stefánsson Grímur frá Efsta-Seli
2 Bergþór Eggertsson Ísleifur vom Lipperthof
3 Anna Kristín Friðriksdóttir Ísak frá Efra-Langholti

Gæðingakeppni
1 Elvar Einarsson Valur frá Keldudal
2 Sigurður Óli Kristinsson Vár frá Vestra-Fíflholti
3 Agnar Snorri Stefánsson Fimur fra Egholm
4 Guðmundur Fr. Björgvinsson Spakur frá Dýrfinnustöðum
5 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
6 Nína María Hauksdóttir

Starfsfólk
1 Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri
2 Hugrún Jóhannsdóttir aðstoð/þjálfari
3 Sigurður Óli Kristinsson aðstoð/þjálfari

Liðsstjóri, starfsfólk og landsliðsnefnd LH þakka góða mætingu á fundinn og óska um leið liðsmönnum öllum góðs gengis og góðrar ferðar til Herning í lok mánaðarins. 

Páll Bragi Hólmarsson liðsstjóri
Hugrún Jóhannsdóttir aðstoð/þjálfun
Sigurður Óli Kristinsson aðstoð/þjálfun
Pjetur N. Pjetursson formaður landsliðsnefndar
Sigurbjörn Bárðarson landsliðsnefnd
Þórir Örn Grétarsson landsliðsnefnd
Eysteinn Leifsson landsliðsnefnd
Oddur Hafsteinsson  landsliðsnefnd

ATH: á myndina vantar alla þá knapa sem staddir eru eða búa erlendis.