Lágmörk inn á Íslandsmót fullorðinna - tilkynning

24. júní 2013
Fréttir
Diddi og Jarl / Mynd: Dalli
Rétt er að árétta það að árangur frá árinu áður gildir inn á Íslandsmót í ár, sem og allur árangur sem náðst hefur í opnum flokkum á löglegum mótum, t.d. T1 og T3 á árunum 2012 og 2013.

Rétt er að árétta það að árangur frá árinu áður gildir inn á Íslandsmót í ár, sem og allur árangur sem náðst hefur í opnum flokkum á löglegum mótum, t.d. T1 og T3 á árunum 2012 og 2013. Þá eru F1 og F2 einnig fullgildir, þ.e. allir fullorðinsflokkar (1.flokkur og 2.flokkur) og meistaraflokkur, sjá reglu 5.2. í lögum og reglum LH.

Keppnisnefnd gaf út lágmörk fyrir Íslandsmótið 2013 þann 6.mars 2013:

  • Tölt T1 6,0
  • Fjórgangur V1 5,7
  • Fimmgangur F1 5,5
  • Tölt T2 5,7
  • Gæðingaskeið PP1 6,0
  • Fimi 5,5
  • 250 m skeið 26 sekúndur
  • 150 m skeið 17 sekúndur
  • 100 m skeið 9 sekúndur

Með keppniskveðju,
Keppnisnefnd LH