LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2022

10.11.2022
Sara Arnbro var kosin reiðkennari ársins 2021

LH óskar eftir tilnefningum fyrir reiðkennara ársins 2022.
Skilyrðin eru:

Dæmi um reiðkennara sem geta hlotið tilnefningar:

  • Reiðkennari sem hefur sýnt fram á miklar framfarir hjá nemendum á hvaða stigi eða sviði sem er. 
  • Reiðkennari sem er með frumkvöðlahugsun, gert eitthvað nýtt eða öðruvísi en flestir aðrir, t.d. nýstárlega nálgun í almennri kennslu eða rafkennslu. 
  • Reiðkennari sem gerir frábæra hluti með börnum, fötluðum eða keppnisknöpum.
  • Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að nýliðun í hestamennsku.
  • Reiðkennari sem stuðlar sérstaklega að velferð hesta. 

Tilnefningunni skal fylgja ástæða fyrir því að þér finnst viðkomandi eiga skilið  titilinn “Reiðkennari ársins” .
Ekki má tilnefna nátengda aðila þ.e.a.s. fjölskyldumeðlimi, maka, börn o.s.frv. 

Menntanefnd LH velur úr tilnefningum og setur út netkosningu á vefsíðu LH. 

Tilnefningar þurfa að berast í síðasta lagi 18. nóvember. 

Sá reiðkennari sem fær flest atkvæði í netkosningu innanlands er svo fulltrúi Íslands í alþjóðlegri netkosningu Menntanefndar FEIF sem setur atkvæðagreiðslu í gang í janúar. Sá eða sú sem vinnur  atkvæðagreiðslu FEIF hlýtur titilinn Reiðkennari ársins 2022. Tilkynnt verður hver það verður í febrúar 2022.

Vinsamlegast sendið tilnefningarnar á lh@lhhestar.is