Kynningarfundur í dag - HM 2015

13. maí 2015
Fréttir

Íslandsstofa logo

Íslandsstofa undirbýr þátttöku íslenskra fyrirtækja á sölu- og sýningarsvæði Heimsmeistaramóts íslenska hestsins sem fram fer í Herning í Danmörku, dagana 3.-9. ágúst 2015.

Íslenskum fyrirtækjum gefst þar tækifæri til að kynna sig og selja vörur og þjónustu meðan á mótinu stendur. Þetta verður í annað sinn sem Heimsmeistaramótið er haldið í Herning.
Heimsmeistaramótið er einn stærsti vettvangur íslenska hestsins um heim allan. Nítján þjóðir hafa keppnisrétt á mótinu og má búast við miklum fjölda gesta þá sjö daga sem það stendur yfir.

Líkt og þekkist á landsmóti hér heima er gert ráð fyrir stóru sölu- og sýningarsvæði þar sem fyrirtæki, tengd hestamennsku eða úr öðrum greinum, geta kynnt og boðið vörur sína og þjónustu til sölu.
Ef þú hefur áhuga á að taka frá sölubás til kynningar eða sölu, hafðu þá samband við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@islandsstofa.is eða hringdu í síma 511 4000

Kynningarfundur í dag hjá Íslandsstofu, Sundagörðum 2 kl. 13:30.

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Heimsmeistaramótsins.

Íslandsstofa HM