Kynning á öðrum fyrirlesara Menntaráðstefnu LH í janúar - Professor Marie Rhodin

13. desember 2023

Annar fyrirlesri menntaráðstefnunnar sem framfer í janúar er DVM, PhD, Assoc. Prof., Dipl. ACVSMR/ECVSMR Marie Rhodin.

Marie Rhodin er vel þekkt og virt vísindakona á sviði hreyfingafræði hrossa. Hún útskrifaðist 2003 frá Sænska landbúnaðarháskólanum og er núna dósent í „heilbrigðishreyfigreiningu“ eða „Equine clinical biomechanics“ við deild líffæra-, lífeðlis- og lífefnafræði Sænska Landbúnaðarháskólans.

Marie hefur birt yfir 100 vísindagreinar og megináhersla í hennar rannsóknum er sársauki í stoðkerfi sem og hlutlæg hreyfigreining hrossa. Í erindinu mun Marie segja okkur frá nýlegum rannsóknum sínum á hlutlægri heltigreiningu og svo virðist sem ganghestakyn, eins og okkar íslensku hross, séu enn flóknari í slíkum greiningum. Umræða um hversu vel mannleg augu geta ákvarðað heilbrigði hrossanna okkar tengist einnig hestavelferð og þar með SLO eða „félagslegu leyfi til ástundunar“.

Marie Rhodin er virk hestakona sjálf, þekkir vel til íslenskra hrossa og hefur unnið með vísindafólki á Íslandi svo sem Sigríði Björnsdóttur, Guðrúnu Stefánsdóttur og Víkingi Gunnarssyni. Hún er frábær kennari, hlýleg og skýr og við hlökkum mikið til 11. janúar þar sem Marie verður annar fyrirlesari Rafrænu Menntaráðstefnu LH 2024.

 

Skráning er í fullum gangi og enn er 15% afsláttur sem gildir fyrir alla sem skrá sig og greiða fyrir 15.desember.

Hér er hægt að skrá sig: SKRÁNING Á MENNTARÁÐSTEFNU