Kynning á kortasjánni í Harðarbóli

 

Sæmundur Eiríksson höfundur Kortasjáarinnar verður með kynningu á Kortasjánni miðvikudaginn 29.apríl kl.20.00 í Harðarbóli. Í Kortasjánni eru yfir 10.000km af reiðleiðum, skrár yfir skála og fleira og fleira. Þeir sem eru að huga að hestaferðum í sumar ættu ekki að láta þessa kynningu fram hjá sér fara, sem og þeir sem hafa áhuga á reiðleiðum, hestaferðum og fleiru.

Frítt inn og heitt kaffi á könnunni.

Fræðslunefnd Harðar