Kynbótasýning Sörlastöðum

10. maí 2010
Fréttir
Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði til mánudagsins 10. maí. Hollaröðun mun því sennilega ekki birtast fyrr en föstudaginn 14. maí. Vegna kvefpestar sem nú herjar á hross hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði til mánudagsins 10. maí. Hollaröðun mun því sennilega ekki birtast fyrr en föstudaginn 14. maí. Forfallist hross sem þegar hafa verið skráð til sýningar verður hægt að fá þau færð yfir á Gaddstaðaflatir eða sýningargjöld verða endurgreidd gegn framvísun læknisvottorðs. Endilega látið vita sem fyrst um forföll skráðra hrossa á netfangið helga@bssl.is eða halla@bssl.is og hvort  færa á hrossin yfir á sýninguna á Gaddstaðaflötum eða endurgreiða sýningargjaldið. Til að hægt sé að endurgreiða þarf að gefa upp reiknisnúmer sem hægt er að leggja inn á og kennitölu eiganda reikningsins.
                               
Búnaðarsamband Suðurlands