Kynbótasýning í Víðidal

Á morgun miðvikudaginn 29. apríl hefjast skráningar á kynbótasýninguna í Víðidal sem verður dagana 12.-15. maí. Tekið verður við skráningum í síma 480-1800, einnig er hægt að skrá á hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is. Síðasti skráningardagur er 4. maí. Á morgun miðvikudaginn 29. apríl hefjast skráningar á kynbótasýninguna í Víðidal sem verður dagana 12.-15. maí. Tekið verður við skráningum í síma 480-1800, einnig er hægt að skrá á hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is. Síðasti skráningardagur er 4. maí.

Minnum á að hægt er að láta síðasta byggingardóm innan 60 daga gilda við næstu sýningu grips á vorsýningum. Aðeins er hér um að ræða val um byggingardóm úr síðasta fullnaðardómi hestsins og reglan gildir ekki milli vor- og haustsýninga. Hrossið þarf eftir sem áður að mæta til mælingar á hófum og standast járningareglur. Tilkynna þarf við skráningu á sýningu ef þessi leið er valin.

Sýningargjald á hvert hross er 13.500 kr. Ef hross er einvörðungu skráð í byggingardóm eða hæfileikadóm er sýningargjaldið 9.000 kr. Það skal hins vegar skýrt tekið fram að nauðsynlegt er að geta þess um leið og hrossið er skráð að það eigi einungis að mæta í byggingardóm eða hæfileikadóm, ef það er ekki gert er litið svo á að það eigi að fara í fullnaðardóm. Hafi greiðsla ekki borist í síðasta lagi í lok síðasta skráningardags er viðkomandi hross ekki skráð í mót.

Sýningargjöld er hægt að greiða á skrifstofu Búnaðarsambandsins að Austurvegi 1 á Selfossi eða inn á reikning  nr. 0152-26-1618, kt: 490169-6609. Ef greitt er í banka er mikilvægt að biðja bankann um að faxa strax greiðslukvittun til Búnaðarsambandsins, faxnúmerið er 480-1818. Mjög brýnt er að merkja greiðslu með númeri og nafni hrossins. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. Hægt er að greiða sýningargjöld með kreditkorti.

Reglur um kynbótasýningar og nánari upplýsingar varðandi sýningarnar má sjá á slóðinni www.bssl.is.

                            Búnaðarsamband Suðurlands