Kynbótahross inn á hringvöll

10. október 2008
Fréttir
Hugsanlegt er að kynbótahross verði dæmd á hringvelli næsta vor og sumar. Sú hugmynd er nú til umræðu í fagráði hrossaræktarinnar. Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, lýst ekki illa á hugmyndina.Hugsanlegt er að kynbótahross verði dæmd á hringvelli næsta vor og sumar. Sú hugmynd er nú til umræðu í fagráði hrossaræktarinnar. Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, lýst ekki illa á hugmyndina.Hugsanlegt er að kynbótahross verði dæmd á hringvelli næsta vor og sumar. Sú hugmynd er nú til umræðu í fagráði hrossaræktarinnar. Guðlaugi Antonssyni, hrossaræktarráðunauti, lýst ekki illa á hugmyndina.

„Ég hef verið þeirrar skoðunar að ungu hrossin eigi að fá að vera á beinni braut og talið að þar séu þau frjálsari. Nú er eiginlega búið að berja þetta úr mér,“ segir Guðlaugur. „Enda eru flestöll hross á Íslandi í dag tamin í hringgerði eða í reiðhöll, þannig að þau venjast því frá upphafi að hlaupa á hring.“

„Það hefur ýmsa kosti að dæma hrossin á hringvelli. Dómarar eru í meiri nálægð við hrossin og um leið erum við á vissan hátt að færa okkur nær því formi sem mestöll keppni í hestaíþróttum fer fram á. Málið verður kynnt nánar á ráðstefnunni Hrossarækt 2008 og einnig mun Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, fjalla um það á aðalfundi félagsins í næstu viku,“ segir Guðlaugur.