Kynbótaferð Sörla

Kynbótaferð Sörla verður farin á laugardaginn kemur, þann 30. apríl. Dagskrá er eftirfarandi: Kynbótaferð Sörla verður farin á laugardaginn kemur, þann 30. apríl. Dagskrá er eftirfarandi: Dagskrá:
Ferðin byrjar með morgunkaffi að Sörlastöðum kl. 9:00.
Kaffisalan verður opin fyrir þá sem vilja fá sér morgunmat fyrir brottför. Rútan leggur af stað kl. 9:30. Ferðin kostar 3500 kr. (innifalið rúta allan daginn og nokkrir öllarar), annars sjá menn sjálfir um að koma með sín drykkjarföng. Greitt fyrir brottför. Muna að koma helst með seðla.

Við byrjum á því að heimsækja Ármóti þar sem Hafliði Halldórsson tekur á móti okkur.  Þegar við höfum skoðað Sæskynið og fleira gott hjá Hafliða förum við beint að Hellu á Café Árhús þar sem hægt verður að fá frábæran hádegismat fyrir aðeins 1.600 kr.

Frá Hellu höldum við að Árbakka til Hinriks Bragasonar og Huldu Gústafsdóttur. Þau sýna okkur staðinn og segja frá búinu og hrossunum. Hvað fer undir hnakkinn verður gaman að sjá!

Þessu næst lítum við til Krilla á Kvistum. Nú er það spurning hvort Ómur frá Kvistum verði heima og síðan ku vera ný stjarna á staðnum!

Sem sagt Ármót, Árbakki og Kvistir. Áætluð heimkoma í Hafnarfjörð er um kl. 18:00. Þetta eru alltaf frábærar ferðir og oft uppselt. Því er um að gera að bóka sig sem fyrst.

Skráning hjá Magnúsi á Sörlastöðum á sorli@sorli.is eða í síma 565-2919 / 897-2919. Endilega allir að skrá sig sem fyrst eða í síðasta lagi fyrir lok föstudags.

Kynbótanefnd Sörla