Kvennatölt Gusts 2010

Sigurvegarar byrjendaflokks á Kvennatölti Gusts 2009. Mynd:HGG
Sigurvegarar byrjendaflokks á Kvennatölti Gusts 2009. Mynd:HGG
Nú styttist í hið eina sanna Kvennatölt Gusts, en það fer fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi laugardaginn 17. apríl nk. Skráning fer fram á www.gustarar.is undir liðnum skráning dagana 9.-12. apríl nk. Boðið er upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum að venju: Byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og opnum flokki. Nú styttist í hið eina sanna Kvennatölt Gusts, en það fer fram í reiðhöllinni í Glaðheimum í Kópavogi laugardaginn 17. apríl nk. Skráning fer fram á www.gustarar.is undir liðnum skráning dagana 9.-12. apríl nk. Boðið er upp á keppni í fjórum styrkleikaflokkum að venju: Byrjendaflokki, minna vanar, meira vanar og opnum flokki. Glæsileg verðlaun að venju, m.a. peningaverðlaun fyrir efstu sætin og prinsessuferð með Dúnu fyrir glæsilegasta parið.
Mótið er opið öllum konum 18 ára og eldri (miðast við ungmennaflokkinn) og eiga mótshaldarar von á góðri þátttöku eins og alltaf, en Kvennatöltið er eitt stærsta töltmót ársins á Íslandi og hefur notið mikilla vinsælda.
Nánari fréttir af mótinu munu birtast á netmiðlum hestamanna næstu daga, en konur eru minntar á að taka daginn frá og merkja við hvenær skráning fer fram. Keppendur mega skrá eins marga hesta og þeir vilja, en skráningargjald á hvern hest er kr. 3.500. Reglur um flokkaskiptingu er að finna á www.gustarar.is.