Kvennakvöld í Líflandi Lynghálsi 12. maí

11. maí 2010
Fréttir
Lífland býður konum í Reykjavík og nágrenni á kvennakvöld í verslun okkar að Lynghálsi, miðvikudaginn 12. maí kl. 18:00. Veldur hver á heldur – afköst hestsins endurspegla knapann. Hvernig hefur áseta okkar áhrif á hreyfingar hestsins? Getum við þvingað hreyfingar hestsins með rangri ásetu eða stjórnun? Artemisia Bertus, tamningamaður og reiðkennari kemur til okkar og talar um samband manns og hests á áhugaverðum fyrirlestri. Lífland býður konum í Reykjavík og nágrenni á kvennakvöld í verslun okkar að Lynghálsi, miðvikudaginn 12. maí kl. 18:00. Veldur hver á heldur – afköst hestsins endurspegla knapann. Hvernig hefur áseta okkar áhrif á hreyfingar hestsins? Getum við þvingað hreyfingar hestsins með rangri ásetu eða stjórnun? Artemisia Bertus, tamningamaður og reiðkennari kemur til okkar og talar um samband manns og hests á áhugaverðum fyrirlestri. Við vonumst til að sem flestar konur sjái sér fært að koma, njóta léttra veitinga, hlýða á áhugaverðan fyrirlestur og fá ráðleggingar hjá hinni bráðsnjöllu Misu.

Starfsfólk Líflands.