Kristófer Darri tekinn inn í U21-landsliðshóp LH

Landsliðsþjálfari U21-landsliðs LH í hestaíþróttum hefur ákveðið að taka Kristófer Darra Sigurðsson inn í hópinn. 

Í U21 landsliðshópi LH eru nú 18 sterkir knapar sem berjast um þau fimm sæti sem í boði eru fyrir ungmenni á HM í Herning í sumar.

Kristófer Darri Sigurðsson hefur sýnt eftirtektarverðan árangur nú í byrjun keppnistímabils á hesti sínum Ás frá Kirkjubæ. Kristófer og Ás eru sterkt keppnispar í fimmgangsgreinum og  er hann boðinn velkominn í U21 árs landsliðshópinn.

Til hamingju Kristófer Darri.