Kristinn Skúlason nýr formaður landsliðsnefndar

Mynd; Eidfaxi.is
Mynd; Eidfaxi.is

Það er mikill fengur að fá Kristinn til starfa en hann hefur meðal annars lagt mikið af mörkum í félagsstarfi og keppnishaldi í hestamannafélaginu Fáki, hann var stjórnarformaður Meistaradeildar í hestaíþróttum, auk þess er hann reyndur dómari.

Pjetur N. Pjetursson fráfarandi formaður baðst lausnar á dögunum vegna anna. Þórir Örn Grétarsson og Benedikt Benediktsson hættu einnig störfum í landsliðsnefnd og þökkum við þeim öllum vel unnin störf á liðnum árum.

Landsliðsnefnd LH skipa:

Kristinn Skúlason formaður

Haukur Baldvinsson

Helgi Jón Harðarson

Jóna Dís Bragadóttir

Magnús Benediktsson

Sigurbjörn Bárðason