Kreppan ekki komin í Hestheima

17. nóvember 2008
Fréttir
Kreppan er ekki ennþá komin í Hestheima. Þar reka hjónin Marteinn Hjaltested og Lea Helga Ólafsdóttir hestamiðstöð og ferðaþjónustu. Fullbókað er á járninganámskeið sem haldið verður í Hestheimum í desember og janúar.Kreppan er ekki ennþá komin í Hestheima. Þar reka hjónin Marteinn Hjaltested og Lea Helga Ólafsdóttir hestamiðstöð og ferðaþjónustu. Fullbókað er á járninganámskeið sem haldið verður í Hestheimum í desember og janúar.Kreppan er ekki ennþá komin í Hestheima, en þar reka hjónin Marteinn Hjaltested og Lea Helga Ólafsdóttir hestamiðstöð og ferðaþjónustu. Fullbókað er á járninganámskeið sem haldið verður í Hestheimum í desember og janúar.

Hestamennska, hestaleiga og ferðaþjónusta hefur verið starfrækt í Hestheimum í allmörg ár. Þau Marteinn og Lea Helga keyptu staðinn og reksturinn fyrir rúmu ári og hafa rekið hann með myndarskap. Þekktar eru sölusýningar í Hestheimum. Þær sækja ævinlega fjöldi fólks, bæði til að kaupa hross og hitta mann og annan.

Lea Helga segir að sölusýningin í október sé ein sú besta eftir að þau tóku við. Fjöldi gesta hafi verið með mesta móti og hrossasalan einnig. En það er fleira á dagskránni en sölusýningarnar.

„Í haust og vetur bjóðum við upp á reiðnámskeið og járninganámsskeið. Það er uppselt á járninganámskeiðið og strax hafin skráning á næstu námskeið. Það er greinilegt að kreppan er farin að segja til sín hvað það varðar, fólk vill verða sjálfbjarga í járningunum. Það spillir heldur ekki að við fengum frábæran kennara, Guðmund Guðmundsson á Hellu.

Reiðnámskeiðin eru byrjuð. Aðalkennari er Barbara Meyer en einnig munu þeir Ísleifur Jónasson og Tómas Snorrason kenna á námskeiðunum. Þetta eru allt réttinda kennarar. Við útvegum hesta og reiðtygi fyrir þá sem þess óska, sem er alveg kjörið fyrir byrjendur. En svo getur fólk að sjálfssögðu komið með eigin hest. Boðið er upp á fastan tíma einu sinni í viku fyrir hvern nemenda eða hóp, allan ársins hring,“ segir Lea Helga.

Því má bæta við að þau Marteinn og Lea Helga eru ekki að draga saman seglin, síður en svo. Enda helst talin sóknarfæri í ferðaþjónustunni um þessar mundir. Þau eru nú að byggja við gistiheimilið og áætlað er að sú aðstaða verði tilbúin fyrir vorið. Eftir áramótin fara svo í gang aftur helgarnámskeið fyrir hópa sem slógu í gegn í Hestheimum síðastliðinn vetur.

Sjá meira á www.hestheimar.is