Krákur kemur sterkur inn

28. maí 2009
Fréttir
Mjölnir frá Hlemmiskeiði. Knapi Þórður Þorgeirsson.
Krákur frá Blesastöðum kemur sterkur inn sem kynbótahestur. Alla vega ef fyrsta afkvæmi hans í dóm hefur slegið tón til framtíðar. Það er fjögra vetra stóðhesturinn Mjölnir frá Hlemmiskeiði, undan Bliku frá Nýjabæ, Keilisdóttur frá Miðsitju. Hann fékk 8,40 í aðaleinkunn. Krákur frá Blesastöðum kemur sterkur inn sem kynbótahestur. Alla vega ef fyrsta afkvæmi hans í dóm hefur slegið tón til framtíðar. Það er fjögra vetra stóðhesturinn Mjölnir frá Hlemmiskeiði, undan Bliku frá Nýjabæ, Keilisdóttur frá Miðsitju. Hann fékk 8,40 í aðaleinkunn.

Mjölnir er eitt af nokkrum afkvæmum Kráks sem sýnd verða í kynbótadómi í vor, en fyrsti árgangurinn undan Kráki var taminn í vetur. Mjölnir er úrval, bæði að gerð og hæfileikum. Léttbyggður, fríður og geðgóður. Hann fékk 8,53 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir háls og samræmi. Kostirnir eru ótvíræðir, flugrúmur alhliða gæðingur. Tölt og skeið upp á 8,5, sem og vilji og fegurð. En brokkið óstöðugt. Spennandi foli. Eigendur og ræktendur Mjölnis eru Árni Svavarsson og Inga Birna Ingólfsdóttir.