Kraftur - Síðasti spretturinn í almenna sýningu á morgun

30. september 2009
Fréttir
Þórarinn og Kraftur á HM07. Mynd: Eyþór Árnason
Hátt í eitt þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hafa skráð sig á aðdáendasíðu heimildarmyndarinnar Kraftur - Síðasti spretturinn. Uppselt er á frumsýningu í kvöld en myndin fer í almenna sýningu á morgun. Hátt í eitt þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hafa skráð sig á aðdáendasíðu heimildarmyndarinnar Kraftur - Síðasti spretturinn. Uppselt er á frumsýningu í kvöld en myndin fer í almenna sýningu á morgun. Myndn fjallar um stóðhestinn Kraft frá Bringu og knapa hans  Þórarinn Eymundson (Tóta), en þeir eru vel þekktir meðal aðdáenda íslenska hestins. Í raun fjallar Kraftur um hinn ósýnlilega þráð er liggur milli manns og hests. Varpað ljósi á einstakt samband manns og hest, sigurgöngu þeirra og söknuð þegar Tóti þarf að skilja við hestinn að lokinni keppnni á   Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi 2007. Einlæg og hrífandi mynd sem lætur engan ósnortinn, en um leið er hún óður til íslenska hestsins og íslenskrar náttúru.

 Slóðin á Facebook er : http://www.facebook.com/pages/KRAFTUR/145236223944?ref=ts