Kraftur hlýtur tilnefningu til Eddu verðlauna

05.02.2010
Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu. Ljósmynd: Eyþór Árnason.
Heimildamyndin Kraftur - síðasti spretturinn hefur hlotið tilnefningu til Eddu verðlauna í flokknum heimildamynd ársins 2010. Auk hennar eru tilnefndar Alfreð Elíasson og Loftleiðir, Draumalandið, Hrunið og Sólskinsdrengurinn. Heimildamyndin Kraftur - síðasti spretturinn hefur hlotið tilnefningu til Eddu verðlauna í flokknum heimildamynd ársins 2010. Auk hennar eru tilnefndar Alfreð Elíasson og Loftleiðir, Draumalandið, Hrunið og Sólskinsdrengurinn. Eins og hestamenn vita fjallar myndin um stóðhestinn Kraft frá Bringu og knapa hans Þórarinn Eymundson (Tóta). Varpað er ljósi á einstakt samband manns og hest, sigurgöngu þeirra og söknuð þegar Tóti þarf að skilja við hestinn að lokinni keppni á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi árið 2007.
Myndin hefur verið mjög vinsæl og var m.a. sýnd í kvikmyndahúsum landsins í haust og í framhaldinu gefin út á DVD mynddisk.

Landssamband hestamannafélaga óskar framleiðendum, leikstjóra og leikurum til hamingju með tilnefninguna til Eddu verðlauna 2010.