Kortasjáin nálgast 10.000 km

22. ágúst 2013
Fréttir
Kortasjáin er ört stækkandi reiðleiðabanki okkar hestamanna og er það sérlega ánægjulegt hversu vel gengur að skrá upplýsingar inn í þetta frábæra verkfæri sem m.a. nýtist gríðarlega vel við skipulagningu hestaferða.

Kortasjáin er ört stækkandi reiðleiðabanki okkar hestamanna og er það sérlega ánægjulegt hversu vel gengur að skrá upplýsingar inn í þetta frábæra verkfæri sem m.a. nýtist gríðarlega vel við skipulagningu hestaferða. 

Nýjast í Kortasjá ber að nefna 311 km af reiðleiðum í Þingeyjarsýslum vestan Skjálfandafljóts og er nú heildarlengd reiðleiða orðin 9.335 km. Einnig hefur reiðleiðum á og við Akureyri verið breytt í samræmi við nýtt aðalskipulag.

Það eru þeir Halldór H. Halldórsson og Sæmundur Eiríksson í samgöngunefnd LH sem stýra þessu góða verkefni.