Kortasjá

07. apríl 2011
Fréttir
Nýtt í kortasjánni er að krækja (linkur) er beint á reiðleiðir í Dölum og Rangárþingi ytra þ.e. heimasíður Glaðs og Geysis. Í kortasjánni eru Dala- og Rangárvallasýsla skyggðar, ef farið er með bendilinn á þær opnast gluggi, þaðan er greið leið á reiðleiðir sem þar eru. Nýtt í kortasjánni er að krækja (linkur) er beint á reiðleiðir í Dölum og Rangárþingi ytra þ.e. heimasíður Glaðs og Geysis. Í kortasjánni eru Dala- og Rangárvallasýsla skyggðar, ef farið er með bendilinn á þær opnast gluggi, þaðan er greið leið á reiðleiðir sem þar eru. Þeir sem bjóða upp á hestatengda starfsemi og vilja gera sig sýnilegri geta með sama hætti fengið krækjur beint á sínar heimasíður.
Nýr gluggi er hægra megin í kortasjánni þar sem auðvelt er að færa sig á milli landssvæða.
Verið er að vinna að skrásetningu reiðleiða í Árnessýslu og ættu þær reiðleiðir að vera tilbúnar út á kortasjánna fyrrihluta maí.
Einnig er hjá Loftmyndum vinna í gangi við að gera kleift að taka leiðir af kortasjá beint í GPS tæki, fáeinar vikur geta liðið enn þar til það verður að mögulegt.  Ef einhvern vantar hnit af þeim reiðleiðum sem þegar eru í kortasjánni þá er hægt að verða við því.
Hafið samband við Sæmund Eiríksson email;  klopp@simnet.is
Halldór Halldórsson, Samgöngunefnd LH