Könnun: Útivist hesta á húsi

15. febrúar

LH barst þessi spurningakönnun um útivist hesta sem eru á húsi og biðjum við hestafólk að taka sér örfáar mínútur til að svara könnuninni sem er hluti af af BS-verkefni Hönnu Valdísar Kristinsdóttur í Búvísindum við Landbúnaðarháskóla Íslands. 

,,Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um venjur hestaeigenda með útivist hrossanna sinna og fá upplýsingar um aðbúnað og hegðun hrossa með það markmið að fá innsýn í velferð þeirra. Lítið er til um rannsóknir tengd þessu og hefur enginn áður verið að skoða útivist í ljósi velferðar.

Það væri best að fá einungis eitt svar frá hverju hesthúsi fyrir sig. Það tekur stuttan tíma að svara könnuninni og væri vel þegið að sem flestir taki þátt."

Smellið hér til að svara könnuninni: Útivist hesta á húsi