Knapi ársins í beinni útsendingu á RÚV2 í kvöld!

29. desember 2016
Fréttir
Árni Björn Pálsson knapi ársins 2016

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Samtök íþróttafréttamanna halda sameiginlegt hóf í tengslum við kjör Íþróttamanns ársins 2016. Hófið verður haldið í kvöld, þann 29. desember, í Hörpu og hefst kl. 18:00.

Dagskráin samanstendur af afhendingu viðurkenninga ÍSÍ til íþróttamanna og íþróttakvenna sérgreina íþrótta og kjöri Samtaka íþróttafréttamanna um Íþróttamann ársins 2016.

Við viljum vekja athygli á því að afhending viðurkenninga íþróttafólks sérsambanda fer fram í beinni útsendingu á RÚV2 frá kl. 18:00. Bein útsending frá kjöri íþróttamanns ársins fer fram frá kl. 19:40 á RÚV.

Ekki hefur verið áður sjónvarpað beint frá afhendingum viðurkenninga ÍSÍ.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 61. sinn en þjálfari og lið ársins í fimmta sinn.

Listi yfir íþróttafólk sérsambanda ÍSÍ 2016 sem og myndir af viðburðinum mun birtast á vefsíðu ÍSÍ í kvöld, 29. desember (http://isi.is/um-isi/ithrottafolk-sersambanda/).