Knapar í forvali fyrir U21 landsliðshópinn

08. nóvember 2021
Fréttir

Þessa dagana stendur yfir val á 16 knöpum til að skipa U21 árs landsliðshóp Íslands í hestaíþróttum árið 2022. Vegna aldurs detta fimm knapar út að þessu sinni. 

U21- landsliðsþjálfari hefur valið 26 knapa, fædd á bilinu 2001 - 2006, í úrtak fyrir lokahópinn. Þessir 26 knapar hafa fengið bréf með spurningum frá landsliðsþjálfara er varðar keppnisárangur þeirra á árinu 2021 og í framhaldinu spurningar um komandi keppnisár 2022. Einnig eru spurningar er varða næstu tvö stórmót erlendis. 

Landsliðsþjálfari mun síðan velja í lokahópinn 16 knapa og samkeppnin er gríðarleg um að komast í hópinn. Stefnt er að kynningu á 16 manna lokahópi U21 árs landsliðsins í byrjun desember.