Knapamerki fyrir fullorðna í Fáki

08. janúar 2008
Fréttir
Fræðslunefnd Fáks hefur ákveðið að boðið verði upp á þá nýbreytni í vetur að boðið verður upp á stigskipt knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna. Í boði eru 1, 2 og 3 stig. Áætlað er að þau byrji um miðjan janúar 2009.Fræðslunefnd Fáks hefur ákveðið að boðið verði upp á þá nýbreytni í vetur að boðið verður upp á stigskipt knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna. Í boði eru 1, 2 og 3 stig. Áætlað er að þau byrji um miðjan janúar 2009.Fræðslunefnd Fáks hefur ákveðið að boðið verði upp á þá nýbreytni í vetur að boðið verður upp á stigskipt knapamerkjanámskeið fyrir fullorðna. Í boði eru 1, 2 og 3 stig. Áætlað er að þau byrji um miðjan janúar 2009.

Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Róbert Petersen. Skráning á námskeiðin verður í félagsheimili Fáks fimmtudaginn 27. nóvember frá klukkan 18 til 20. Áhugasömum er bent á að kanna hjá stéttarfélögum sínum hvort ekki sé hægt að fá styrk eða hluta af námskeiðsgjaldinu niðurgreitt.

Fyrirspurnir um framkvæmd sendist á netfangið fakurfraedsla@simnet.is. Nánari upplýsingar um knapamerkin má finna á vef Hólaskóla á slóðinni http//www.holar.is/knapamerki/

Einnig verður stefnt á námskeið með svipuðu móti og voru í boði síðastliðinn vetur, til að mynda einkatíma, helgarnámskeið, járningarnámskeið, sýnikennslu og skeiðnámskeið.

Þessi námskeið verða auglýst síðar: www.fakur.is