Knapamerki 1 & 2 í Fáki

10. ágúst 2011
Fréttir
Vinsældir knapamerkjanna hafa verið gífurlegar undanfarin ár og hafa hestamenn verið mjög duglegir að mennta sig í reiðmennskunni. Vinsældir knapamerkjanna hafa verið gífurlegar undanfarin ár og hafa hestamenn verið mjög duglegir að mennta sig í reiðmennskunni.

Nú í lok ágúst verður haldið námskeið í knapamerki eitt og tvö í Reiðhöllinni í Víðidal ef næg þátttaka næst. Námskeiðin verða 3-4 sinnum í viku og því mun hraðari kennsla en venjulega. Athugið að námskeiðið er einungis hugsað fyrir fullorðna, 18 ára og eldri. Reiðkennari verður Sif Jónsdóttir sem starfað hefur í Fáki síðustu ár.

Þetta er tilvalið tækifæri til að taka hestinn inn og skella sér á námskeið í nokkrar vikur. Sennilega verður ekki boðið aftur upp á knapamerki eitt í Fáki fyrr en næsta vor (apríl/maí) svo það er um að gera að nýta tækifærið og klára þessi námskeið með stæl!

Þeir sem hafa áhuga á að skrá sig sendi tölvupóst á fakur@fakur.is fyrir 20. ágúst.

Þegar fjöldi þátttakenda er ljós munu verð og nánari upplýsingar liggja fyrir. Það er því um að gera fyrir þá sem hafa áhuga á að skella sér, að skrá sig sem fyrst.