Knapafundur fyrir keppendur og mótshaldara

09. febrúar

Keppnisknapar, mótshaldarar, dómarar og aðrir sem að mótahaldinu í hestamennskunni koma eru boðnir velkomnir á knapafund ársins á vegum Landssambands hestamannafélaga.

Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, 3. hæð, mánudaginn 12. febrúar klukkan 19:00, og verður einnig sendur út í streymi. Farið verður yfir reglur mótahaldsins sem gilda árið 2024, breytingar sem hafa átt sér stað, reglur fyrir Landsmótsúrtökur og ýmislegt gagnlegt tengt mótahaldinu.

Vinsamlegast skráið ykkur á fundinn:

Skráning á knapafund

 Dagskrá fundarins:

1. Mótahaldið almennt (mótastjóri LH)

    • Reglugerð um mótahald á Íslandi
    • Skráningar
    • Skýrslugerð mótshaldara
    • Samskiptaleiðir við LH kringum mótahald
    • Siðareglur LH

2. Breytingar á reglum eftir nýafstaðið FEIF þing - (fulltrúar Íslands í sportnefnd FEIF)

3. Framkvæmd kappreiða - (formaður HÍDÍ)

    • 100m skeið
    • 150m / 250m skeið
    • Gæðingaskeið

4. Viðbragðsáætlun við slysum á mótsstað - (Öryggisinefnd LH)

5. Úrtökur fyrir Landsmót (mótastjóri LH)

    • Félagsaðild
    • Einföld/tvöföld úrtaka

6. Landsmót 2024 – 

7. Spjaldanotkun - (formaður keppnisnefndar)

    • Hvað þýðir gult eða rautt spjald?
    • Hvað er opinber áminning?

8. Leyfður búnaður í keppni -(mótastjóri LH)

9. Spurningar