Klár í keppni - tímasetningar

18. júní 2012
Fréttir
Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2012 skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.

Heilbrigðisskoðun keppnishesta á Landsmóti 2012

“Klár í keppni”

Öll hross sem keppa í A fl. gæðinga, B fl. gæðinga, ungmennaflokki, tölti og skeiði á LM 2012 skulu undirgangast dýralæknisskoðun þar sem metið er hvort þau séu hæf til keppni. Keppendur í öðrum greinum geta að eigin ósk mætt með hross sín í skoðun.

Skoðunin skal fara fram 2 - 24 tímum fyrir hverja keppnisgrein í undankeppni. Fyrir milliriðla og úrslit fer skoðunin fram einum til tveimur tímum fyrir keppni.

Ábyrgðardýralæknir mótsins hefur yfirumsjón með þessum skoðunum og öðru sem snertir dýravernd á mótinu. Hann skal ævinlega kallaður til ef vafi leikur á hvort hestur sé hæfur til keppni og veita dómurum ráðgjöf eftir þörfum.

Heilbrigðisskoðunin felur í sér eftirfarandi atriði:

  1. Skoðun á almennu ástandi (holdafari, eitlum, öndun auk líkamshita og hjartahljóða ef ástæða er til)
  2. Fætur þreifaðir og heltiskoðun (hreyfingar á feti og brokki á hörðu undirlagi)
  3. Skoðun á munni (fremsti hluti munnsins án deyfingar)

Ef einhver eftirfarandi atriða finnast er hestur dæmdur „óhæfur til keppni” og fær ekki að fara inn á keppnisvöllinn:

  1. Horaður (undir 2,5 í holdastigun), hiti, óeðlileg öndun og hjartahljóð, bólgnir eitlar
  2. Helti, bólga í sinum og liðum, dýpri sár, aumir hófar
  3. Umfangsmikil, djúp eða krónísk sár í munni. Beinhimnubólga og/eða sár yfir kjálkabeini á tannlausa bilinu. 
  4. Annað sem að mati dýralæknis mótsins gerir hross óhæft til keppni 

Ákvörðun um að hestur sé „óhæfur til keppni“ er tekin af ábyrgðardýralækni mótsins. Hestur sem hefur verið dæmdur „óhæfur til keppni“ í einni grein má ekki keppa í neinu öðru né koma fram á nokkurri sýningu á sama móti.

Tímasetningar heilbrigðisskoðana:

Sunnudagur 24. júní 11:00-21:00
Mánudagur   25. júní 07:00-21:00
Þriðjudagur  26. júní 07:00-21:00
Miðvikudagur 27. júní  07:00-17:00
Fimmtudagur 28. júní  08:00-17:00
Föstudagur   29. júní 12:00-15:00
Laugardagur 30. júní 17:00-20:00
Sunnudagur    1. júlí 09:00-14:00

 

Frekari kynning verður á knapafundi sunnudaginn 24. júní.