Keppnistímabilið í hestaíþróttum að hefjast

31. janúar 2019
Fréttir

Mikið líf er í mótahaldi hjá hestamannafélögum um land allt, keppnistímabilið nær svo hámarki á Heimsmeistaramótinu í Berlín í ágúst. Hver mótaröðin á fætur annari er að hefjast um þessar mundir. Suðurlandsdeildin reið á vaðið með sitt fyrsta mót 22. janúar, Uppsveitadeildin hefst 1. febrúar, Áhugamannadeild Spretts hefst 7. febrúar, Vesturlandsdeildin hefst 8. febrúar, Meistaradeild KS hefst 13. febrúar svo eitthvað sé nefnt. 
Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum hefst í dag 31. janúar, í Samskipahöllinni í Spretti með keppni í fjórgangi. Húsið verður opnað kl. 17:00 en setn­ing hefst kl. 18:30. Þá er hægt að horfa á deild­ina beint á oz.com/​meist­ara­deild­in og einnig verður sýnt beint frá deild­inni í vetur á RÚV 2.
Ráslistann má finna hér.