Keppnishestabú ársins - árangur

Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti
Jakob Svavar og Skýr frá Skálakoti

Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin verður þann 28. október n.k. verður að venju, keppnishestabú ársins verðlaunað. Valnefnd biður aðstandendur búa sem telja sig koma til greina, að senda inn árangur. 

Sendi bú ekki inn árangur, kemur það ekki til greina við val á búi ársins. 

Árangurinn skal senda inn á netfangið lh@lhhestar.is fyrir 15. september 2017.