Keppnis- tímabilið hafið

18. nóvember 2008
Fréttir
Fyrsta mót ársins hjá Létti, og líklega fyrsta hestamót ársins á landinu, fór fram á föstudaginn og var það hið svokallaða Nýárstölt Léttis.Fyrsta mót ársins hjá Létti, og líklega fyrsta hestamót ársins á landinu, fór fram á föstudaginn og var það hið svokallaða Nýárstölt Léttis.

Fyrsta mót ársins hjá Létti, og líklega fyrsta hestamót ársins á landinu, fór fram á föstudaginn og var það hið svokallaða Nýárstölt Léttis.

Þetta er jafnframt fyrsta mótið sem fram fer í hinni nýju reiðhöll Léttismanna og var mæting nokkuð góð, að því er fram kemur á heimasíður Léttis. Keppt var í tveimur styrkleikaflokkum, A- og B flokki. Í B-flokki voru óreyndir keppnisknapar en í A-flokki gamalreyndir kappar.

Úrslit í B-flokki voru eftirfarandi:

1. Björgvin Helgason, Pólstjarna frá Akureyri
2. Jónas Bergsveinsson, Jörundur frá Draflastöðum
3. Óli Svansson, Leiftur frá Tungu
4. Eva Símonardóttir, Stjarna frá Höfn
5. Ingibjörg Símonardóttir, Rektor

Úrslit í A-flokki voru eftirfarandi:

1. Þorbjörn H. Mattíasson, Úði frá Húsavík
2. Anna Catharina Grós, Glóð frá Ytri-Bæisá
3. Ásdís Helga Sigursteinsdóttir, Von frá Árgerði
4. Þórarinn Ragnarsson, Geisli frá Möðrufelli
5. Guðmundur Karl Tryggvason, Hrafnar frá Ytri-Hofdölum

Anna og Ásdís voru jafnar og réði hlutkesti um sætaröðun.

Á myndinni er Þorjörn Hreinn Matthíasson að sýna kynbótahryssu á Sauðárkróki síðastliðið vor.