Kaupstaðaferð skagfirskra bænda

Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins í samstarfi við hestaleigu Ingimars Pálssonar og leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir kaupstaðaferð á Sauðárkrók, í tilefni af Lummudögum í Skagafirði laugardaginn 27. júní nk. Hestaleikhús Söguseturs íslenska hestsins í samstarfi við hestaleigu Ingimars Pálssonar og leikfélag Sauðárkróks stendur fyrir kaupstaðaferð á Sauðárkrók, í tilefni af Lummudögum í Skagafirði laugardaginn 27. júní nk. Bændur framan úr sveit munu koma ríðandi með ullina í kaupstaðinn og taka út vörur í staðinn. Hestalestin fer í gegnum hesthúsahverfið við Sauðárkrók kl. 14.30 og fer meðfram sjávarsíðunni inní bæ. Bændur taka síðan ullina ofan við Kaffi krók um kl. 15.00. Hægt verður að fylgjast með ullarlestinni nálgast bæinn frá Minjahúsinu sjávarsíðumegin.