Katla frá Hemlu og Konsert frá Hofi mætast í tölti

12. apríl 2019
Fréttir

Hestagullið Katla frá Hemlu mætir í sína fyrstu töltkeppni á „Þeir allra sterkustu“. Þar mætir hún engum öðrum en Konserti frá Hofi sem óþarft er að kynna, ásamt fjórum öðrum sterkum tölturum sem ríða til úrslita. Ekki verður riðin forkeppni.

Katla frá Hemlu var efst í flokki 6 vetra hryssna á LM2018, Konsert frá Hofi var efstur í flokki 4ra vetra hesta á LM2014 og hefur átt góðu gengi að fagna í töltkeppni. Má því segja að þarna mætist tvær kynbótabombur.

Árni Björn Pálsson mætir með Kötlu og Jakob Svavar Sigurðsson með Konsert.

„Þeir allra sterkustu“ fer fram í TM-höllinni í Víðidal, laugardaginn 20. apríl kl. 20.30. Húsið opnar kl. 18.30 með kótilettuveislu.

Forsala aðgöngumiða fer fram í Líflandi í Reykjavík og Borgarnesi og hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð er 3.500 kr. 

Fylgist með Þeir allra sterkustu á facebook.

Konsert frá Hofi