Opið Karlatölt Harðar

Karlatölt Harðar í samvinnu við Brimco, Verslunartækni og Spónarval verður haldið næstkomandi laugardag 9.febrúar í glæsilegri reiðhöll Harðarmanna og byrjar kl 14:00.

Karlatölt Harðar í samvinnu við Brimco, Verslunartækni  og  Spónarval verður haldið næstkomandi laugardag 9.febrúar  í glæsilegri reiðhöll Harðarmanna og byrjar kl 14:00.

Eftirfarandi flokkar eru í boði:

  • 2 flokkur
  • 1 flokkur
  • Opinn flokkur

Hver skráning kostar 3.500, krónur

Skráning er til hádegis föstudaginn 8.febrúar. Skráð er verður í gegnum nýtt skráningarkerfi hestamanna og er því hver og einn ábyrgur fyrir sinni skráningu og greiðslu. Skráning telst ekki gild fyrr en greiðslu hefur verið lokið (hægt að borga með kreditkorti eða millifæra). 

Slóðina má finna hér:

http://temp-motafengur.skyrr.is/

(Velja skráningu, mót, félag (Hörður) og svo fylla út reitina). Ef einhver vandræði koma upp við skráninguna hafið þá samband við Oddrúnu í síma 849 8088. 

Kv, Mótanefnd Harðar