Kappreiðar í Top Reiter höllinni

28. febrúar 2012
Fréttir
Náttfari frá Ytra-Dalsgerði sem félagið er nefnt eftir. Knapi er Albert Jónsson.
Skeiðfélagið Náttfari mun halda skeiðkappreiðar í Top Reiter höllinni fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00. Skeiðfélagið Náttfari mun halda skeiðkappreiðar í Top Reiter höllinni fimmtudaginn 1. mars kl. 20:00.
Skráning á staðnum og allir velkomnir. Skráningargjald er 1000 kr. á hest.

Lífland gefur verðlaunin í efstu 3 sætin og er keppnin stigakeppni og mun stigahæsti knapinn hljóta "Skeiðbikarinn" sem gefinn er af Herberti Ólafssyni (Kóka).

Skeiðbikarinn verður veittur í lok árs.

Skeiðfélagið Náttfari