Jón Ólafur Sigfússon heiðraður

Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Á föstudegi Landsþings voru fimm félagar heiðraðir, eins og sjá má í frétt hér á heimasíðunni, og á laugardegi var einn félagi heiðraður þar sem hann átti heimangengt á föstudegi. Landssamband hestamannafélaga heiðrar reglulega félaga sína fyrir góð störf í þágu hestamennskunnar. Á föstudegi Landsþings voru fimm félagar heiðraðir, eins og sjá má í frétt hér á heimasíðunni, og á laugardegi var einn félagi heiðraður þar sem hann átti heimangengt á föstudegi. Það var Jón Ólafur Sigfússon, sem var einnig þingforseti á laugardegi ásamt Sigurði J. Sigurðssyni.
Jón Ólafur er félagi í hestamannafélaginu Létti, hefur gengt formennsku fyrir félagið og setið í stjórn þess. Hann hefur verið mjög virkur í starfi fyrir hestamenn almennt og alltaf hægt að leita til hans eftir aðstoð. Landssamband hestamannafélaga óskar Jóni Ólafi innilega til hamingju með viðurkenninguna og þakkar honum fyrir sitt framlag til hestamennskunnar.