Jólagjöf hestamannsins

Það eru ekki nema rétt rúmir sex mánuðir í Landsmót hestamanna á Hellu næsta sumar. Er því ekki upplagt að lauma miða á mótið í jólapakka hestamannsins?

Það eru ekki nema rétt rúmir sex mánuðir í Landsmót hestamanna á Hellu næsta sumar. Er því ekki upplagt að lauma miða á mótið í jólapakka hestamannsins?

Á skrifstofu LH/LM eru seld falleg gjafabréf fyrir miðum á mótið og því leikur einn að gefa hestamanninum í fjölskyldunni einmitt það sem hann vantar! 

Forsalan er í fullum gangi og stendur hún til og með 31. desember 2013. Nú má fá vikupassa á kr. 12.000 fyrir félaga í LH/BÍ en þetta verð hækkar um áramótin upp í kr. 15.000. Svo það er um að gera að tryggja sér miða á besta verðinu fyrir áramót!

Hafðu samband á netfangið anna@landsmot.is eða hringdu í síma 514 4030 og græjaðu jólagjafirnar! Minnum á að hjá okkur er einnig hægt að kaupa DVD diska frá mótunum 2011 og 2012, sem og buff, húfur, boli og peysur merkt Landsmóti. 

Hjá okkur fer enginn í jólaköttinn!

Anna Lilja & Hilda Karen
skrifstofu LH/LM