Jólagjöf hestamannsins

Myndefni frá Landsmótinu í Reykjavík í sumar er nú komið út á DVD diskum. Óhætt er að segja að þar sé gæðaefni á ferð en efnið er í HD gæðum og hljóðgæðin þau bestu sem völ er á.

Myndefni frá Landsmótinu í Reykjavík í sumar er nú komið út á DVD diskum. Óhætt er að segja að þar sé gæðaefni á ferð en efnið er í HD gæðum og hljóðgæðin þau bestu sem völ er á. Efnið skiptist í tvo pakka, kynbótapakka og hápunktapakka. Kynbótapakkinn samanstendur af 4 diskum þar sem allar stjörnur kynbótageirans láta ljós sitt skína. Hápunktapakkinn sem samanstendur af 2 diskum er skemmtileg samantekt á helstu atriðum mótsins, öll úrslit, tölt, skeið, sýningar ræktunarbúa, setningarathöfn og margt fleira.

Diskarnir fást í hestavöruverslunum og á skrifstofu LH og eiga eflaust eftir að koma upp úr mörgum jólapökkum þetta árið. Hér er á ferðinni efni sem allir unnendur íslenska hestins, hérlendis sem erlendis, ættu að eiga.

Diskarnir verða til sölu í gegnum heimasíðu Landsmóts, www.landsmot.is og á skrifstofunni að Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Þá koma þeir einnig til með að vera seldir í helstu hestavöruverslunum.

Verðið er eftirfarandi:
Hápunktapakki (2 diskar): 5.990 krónur
Kynbótapakka (4 diskar): 8.990 krónur

Einnig bjóða Landsmót og Hrossarækt pakkann með öllum Landsmótsdiskunum og hinni glæsilegu bók Hrossaræktin 2012 á kr. 15.000. Frábært tilboð!