Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum á "Þeir allra sterkustu"

Gæðingarnir Jökull frá Rauðalæk og Herkúles frá Ragnheiðarstöðum munu leika listir sínar á „Þeir allra sterkustu“.

Jökull frá Rauðalæk sló eftirminnilega í gegn á LM2018. Hann er undan Karitas frá Kommu og heimsmeistaranum í fjórgangi 2015, Hrímni frá Ósi.  Herkúles frá Ragnheiðarstöðum er undan Hendingu frá Úlfsstöðum og Álfi frá Selfossi og er nú þegar farinn að sanna sig kynbótahestur.

Mætum öll á Þeir allra sterkustu kl. 20.30 í TM-reiðhöllinni laugardagskvöldið 20. apríl.