Jói Skúla og Iben Andersen

26. janúar 2012
Fréttir
FT-Norður stendur fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 28. janúar kl. 20. Þar munu Jóhann Skúlason og Iben Andersen fræða áhugasama hestamenn um tamningar og þjálfun. FT-Norður stendur fyrir sýnikennslu í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki nk. laugardagskvöld, 28. janúar kl. 20. Þar munu Jóhann Skúlason og Iben Andersen fræða áhugasama hestamenn um tamningar og þjálfun.
 

Jóhann fer yfir töltþjálfun og hvernig gera eigi hest að heimsmeistara og Iben fer yfir nýstárlegar aðferðir í frumtamningum en hún hefur farið víða um heim til að kynna sér þjálfun og tamningu.

Aðgangseyrir er kr. 1.500 en frítt er inn fyrir börn 12 ára og yngri.
 
Hestamenn eru hvattir til að nýta sér þetta frábæra tækifæri til fræðslu og eru allir velkomnir!