Jóhann R. Skúlason knapi ársins

10. nóvember 2013
Fréttir
Sigurvegarar kvöldsins.
Uppskeruhátíð LH fór fram á Broadway í gærkvöldi. Skagfirðingurinn og margfaldur heimsmeistari í tölti, Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins og er vel að þeim titli kominn eftir ógleymanlegan árangur í Berlín í sumar þar sem þeir Hnokki frá Fellskoti voru óumdeilanlegar stjörnur mótsins.

Uppskeruhátíð LH fór fram á Broadway í gærkvöldi. Skagfirðingurinn og margfaldur heimsmeistari í tölti, Jóhann Rúnar Skúlason var valinn knapi ársins og er vel að þeim titli kominn eftir ógleymanlegan árangur í Berlín í sumar þar sem þeir Hnokki frá Fellskoti voru óumdeilanlegar stjörnur mótsins.

Ragnar Tómasson fékk heiðursverðlaun LH fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.

Önnur verðlaun kvöldsins:

Gæðingaknapi ársins: Ísólfur Líndal Þórisson

Skeiðknapi ársins: Bergþór Eggertsson

Íþróttaknapi ársins: Jakob Svavar Sigurðsson

Kynbótaknapi ársins: Árni Björn Pálsson

Efnilegasti knapinn: Konráð Valur Sveinsson

Ræktunarbú ársins: Efri-Rauðalækur