Jóhann hestaíþróttamaður ársins

19. desember 2011
Fréttir
Jóhann og Hnokki á HM 2011 í Austurríki.
Jóhann Rúnar Skúlason var útnefndur hestaíþróttamaður ársins af Landssambandi hestamannafélaga. Jóhann átti frábært ár í hestamennskunni og þar bar hæst heimsmeistaratitill í tölti á hestinum Hnokka frá Fellskoti. Jóhann Rúnar Skúlason var útnefndur hestaíþróttamaður ársins af Landssambandi hestamannafélaga. Jóhann átti frábært ár í hestamennskunni og þar bar hæst heimsmeistaratitill í tölti á hestinum Hnokka frá Fellskoti.

Eins og flestir vita hefur Jóhann fimm sinnum orðið heimsmeistari í tölti, tvisvar á Hvin frá Holtsmúla, einu sinni á Snarpi frá Kjartansstöðum og einu sinni á Feng frá Íbishóli.

Þar með er Jóhann kandídat okkar hestamanna við valið á „Íþróttamanni ársins“ sem brátt fer fram en það eru samtök íþróttafréttamanna sem standa að því vali.

Það var Oddrún Ýr Sigurðardóttir starfsmaður LH sem afhenti Jóhanni verðlaun af þessu tilefni, bæði eignarbikar og farandbikar, auk þess sem hann fékk DVD diskana frá Landsmótinu í sumar að gjöf.

LH óskar Jóhanni til hamingju með árangurinn í ár sem og tilnefninguna.