Jakob og Alur efstir

11. júní 2013
Fréttir
Jakob og Alur í Víðidalnum í dag. Mynd: HKG
Forkeppni í fimmgangi lauk laust eftir hádegið í Víðidalnum. Efstur er Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum með 7,20, annar Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi með 6,93 og þriðji Jóhann G. Jóhannesson á Bresti frá Lýtingsstöðum með

Forkeppni í fimmgangi lauk laust eftir hádegið í Víðidalnum. Efstur er Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum með 7,20, annar Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi með 6,93 og þriðji Jóhann G. Jóhannesson á Bresti frá Lýtingsstöðum með 6,77.

Sú óskemmtilega uppákoma varð í þessari forkeppni að Máttur frá Leirubakka datt í brautinni með knapa sinn Sigurð Vigni Matthíasson en báðir komust þeir óskaddaðir frá því óhappi. En vitanlega varð sýning þeirra ógild fyrir vikið. Afar leiðinlegt fyrir þá félaga sem höfðu átt mjög góða sýningu fram að því.

Fimmgangur opinn flokkur - fyrri umferð HM úrtöku: 

1. Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum 7,20
2. Sigursteinn Sumarliðason og Skuggi frá Hofi 6,93
3. Jóhann G. Jóhannesson og Brestur frá Lýtingsstöðum  6,77
4. Reynir Örn Pálmason og Greifi frá Holtsmúla   6,73
5. Páll Bragi Hólmarsson og Snæsól frá Austurkoti 6,70
6. Viðar Ingólfsson og Seiður frá Flugumýri 5,97
7. Sigurður Vignir Matthíasson og Máttur frá Leirubakka 0,00