Jakob langbestur í gæðingafimi

20. mars 2009
Fréttir
Þrír efstu í gæðingafimi: Sigurður, Jakob og Valdimar.
Jakob Sigurðsson á stóðhestinum Auði frá Lundum bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi. Hann fékk 8,25 í einkunn en næsti keppandi fékk 7,73. Tíu knapar kepptu til úrslita. Var mál manna að reiðmennska Jakobs hefði verið til fyrirmyndar. Hesturinn var léttur í taumum og sáttur, og geislaði af mýkt og fegurð. Jakob Sigurðsson á stóðhestinum Auði frá Lundum bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í gæðingafimi Meistaradeildar VÍS í gærkvöldi. Hann fékk 8,25 í einkunn en næsti keppandi fékk 7,73. Tíu knapar kepptu til úrslita. Var mál manna að reiðmennska Jakobs hefði verið til fyrirmyndar. Hesturinn var léttur í taumum og sáttur, og geislaði af mýkt og fegurð.

Í stigakeppnpi knapa er Eyjólfur Þorsteinsson ennþá efstur með 29 stig, þrátt fyrir að komast ekki í úrslit í gæðingafiminni. Sigurður Sigurðarson færir sig hins vegar upp á við og er nú í öðru sæti með 27 stig. Hinrik Bragason og Jakob Sigurðsson eru svo í þriðja og fjórða sæti með 22 stig. Lið Málningar leiðir stigakeppi liða með 168 stig og hefur töluvert forskot á næsta lið, Skúfslæk, sem er með 156 stig.

Úrslit í gæðingafimi:      
1    Jakob S Sigurðsson    Skúfslækur    Auður frá Lundum 8,25
2    Valdimar Bergstað    Málning    Leiknir frá Vakurstöðum 7,63
3    Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    Suðri frá Holtsmúla 7,45
4    Viðar Ingólfsson    Frumherji    Spaði frá Hafrafellstungu 7,24
5    Ísleifur Jónasson    Lýsi    Röðull frá Kálfholti 7,13
6    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    Stakkur frá Halldórsstöðum 7,07
7    Hinrik Bragason    Hestvit    Náttar frá Þorláksstöðum 6,92
8    Hulda Gústafsdóttir    Hestvit    Kjuði frá Kirkjuferjuhjáleigu 6,86
9    Halldór Guðjónsson    Lýsi    Höfði frá Snjallsteinshöfða 6,85
10    Daníel Jónsson    Top Reiter    Tónn frá Ólafsbergi 6,58

Stigakeppni knapa:
1    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    29   
2    Sigurður Sigurðarson    Skúfslækur    27   
3    Hinrik Bragason    Hestvit    22   
3    Jakob Sigurðsson    Skúfslækur    22   
5    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    20   
6    Ísleifur Jónasson    Lýsi    17   
6    Viðar Ingólfsson    Frumherji    17   
8    Sigurður Vignir Matthíasson    Málning    13   
8    Valdimar Bergstað    Málning    13   
10    Hulda Gústafsdóttir    Hestvit    11   
11    Bylgja Gauksdóttir    Lífland    9   
12    Daníel Ingi Smárason    Lýsi    7   
12    Daníel Jónsson    Top Reiter    7   
14    Ólafur Ásgeirsson    Frumherji    5   
14    Halldór Guðjónsson    Lýsi    5   
16    Camilla Petra Sigurðardóttir    Skúfslækur    4   
17    Ragnar Tómasson    Top Reiter    2   
18    Agnar Þór Magnússon    Lífland    2   

Stigakeppni liða:
Málning    168
Skúfslækur    156
Lífland    138
Lýsi    129,5
Hestvit    125
Frumherji    113,5
Top Reiter    94